8. flokkur: Æfingar fyrir yngstu iðkendurnar að hefjast
Nú eru knattspyrnuæfingarnar hjá þeim allra yngstu að hefjast á ný, á vegum knattspyrnudeildar Keflavíkur. Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd 2006 og 2007. Í ár verður þó nokkur breyting á fyrirkomulagi 8. flokks æfinga, frá því sem verið hefur undanfarin ár.
Boðið verður upp á 2 æfingar í viku og er í boði að skrá barnið á tvær æfingar í viku, eða á eina æfingu í viku. Undanfarin ár hafa komið óskir frá foreldrum að bjóða upp á tvær æfingar á viku fyrir þennan aldurshóp. Nú í ár verður gerð tilraun með það, þar sem önnur æfingin fer fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut en hin æfingin verður í Reykjaneshöll.
Æfing í íþróttahúsinu við Sunnubraut (æfing 1):
Þessar æfingar eru eins konar "íþróttaskóli" með áherslu á knattspyrnu. Á æfingunum verður lögð áhersla á heildarþroska barnsins, jafnt andlegan sem líkamlegan, eflingu félagsþroska ásamt aukinni hreyfifærni. Boltaæfingar, leikir og hreyfiþroskaæfingar verða í fyrirrúmi. Æskilegt er að foreldrar mæti með börnum sínum á æfingarnar.
Undanfarin ár hafa tveir hópar verið í boði á þriðjudögum. Þar sem æfingatími í íþróttahúsinu hefur verið skorinn niður hjá okkur, er aðeins boðið upp á einn hóp í ár. Af þeim sökum takmarkast sá fjöldi sem hægt er að taka inn á æfingarnar.
- Æfingatími: Þriðjudagar, íþróttahúsinu við Sunnubraut, kl. 17:25 - 18:20
- Æfingatímabil: Fyrsta æfing 27. sept, síðasta æfing 6. des.
Æfing í Reykjaneshöll (æfing 2):
Á þessum æfingum verður knattspyrnan í fyrirrúmi. Æfingar með fótbolta og mikið spil.
Þessar æfingar eru hentugar fyrir þau börn sem eru með mikinn fótboltaáhuga.
- Æfingatími: Föstudagar í Reykjaneshöll, kl. 16:40 - 17:25
- Æfingatímabil: Fyrsta æfing 30. sept, síðasta æfing 9. des.
Innritun:
Sendið skráningu á neðangreint netfang með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn barns:
Kennitala barns:
Nafn foreldra/forráðamanna:
GSM foreldra/forráðamanna:
Skrá barnið á:
___ Æfingu 1 (Sunnubraut)
___ Æfingu 2 (Reykjaneshöll)
___ Æfingu 1 og 2 (Sunnubraut og Reykjaneshöll)
Öllum skráningum verður svarað með staðfestingu í tölvupósti.
Athugið að skráning í 8. flokk er EKKI í NÓRA kerfinu.
Gjald:
6000 kr. ef valið er að æfa einu sinni í viku.
10.000 kr. ef valið er að æfa tvisvar sinnum í viku.
Systkinaafsláttur:
Barn 2 greiðir hálft gjald, frítt fyrir barn 3.
Þjálfarar:
Andrés Þórarinn Eyjólfsson, íþróttafræðingur
Ragnar Steinarsson, íþróttafræðinemi
ásamt aðstoðarmönnum
Netfang:
fotbolti_keflavik8fl@simnet.is