8. flokkur: Breiðablik - Keflavík
Á miðvikudaginn fór rúmlega 40 manna hópur mjög ungra knattspyrnumanna- og kvenna í heimsókn í Kópavog. Í blíðskapaveðri áttust við leikmenn Breiðabliks og Keflavíkur í 8. aldursflokki (4 - 6 ára). Það var mikið fjör, mörg mörk skoruð og innlifun leikmanna var einstök. Myndirnar hér að neðan tala sínu máli. Myndirnar tók Gunnar Magnús Jónsson þjálfari 8. flokks.
Kannast einhver við taktana? Guðmundur Rúnar Júlíusson einbeittur á svip. Fetar hann í fótspor afa síns?