Fréttir

8. flokkur: Námskeið 2 hefst á mánudaginn
Knattspyrna | 5. júlí 2015

8. flokkur: Námskeið 2 hefst á mánudaginn

Knattspyrnuæfingar hjá 8. flokki Keflavíkur (námskeið 2) hefjast mánudaginn 6. júlí.

Skráning:  Sendið skráningu á neðangreint netfang með upplýsingum um nafn og kennitölu barns. Staðfesting á skráningu verður send til baka.

Aldur: Piltar og stúlkur fædd 2009, 2010 og 2011.

Æfingatími: mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17:00 – 18:00

Æfingastaður:  Æfingasvæðið aftan við Reykjaneshöll (Reykjavellir).
Farið verður inn í Reykjaneshöll ef illa viðrar.

Æfingatímabil:
Námskeið 2:  
6. júlí - 23. júlí (12 æfingar)

Verð: 9000 kr. fyrir námskeiðið. Ef fyrra námskeið var sótt, er gjaldið fyrir seinna námskeiðið 6000 kr.
Systkinaafsláttur er veittur innan 8. flokks; annað barn greiðir hálft gjald, þriðja barn frítt.

Mót: Farið verður á frábært Arionbankamót Víkings helgina 16. - 17. ágúst (annar hvor dagurinn hjá 8. flokk) fyrir þá sem áhuga hafa. 
- Tvær “aukaæfingar” verða 12. og 13. ágúst, rétt fyrir Arion bankamótið (samtals 14 æfingar).

Þjálfarar:
Snorri Már Jónsson
ásamt aðstoð frá Gunnari Magnúsi Jónssyni
og unglingum úr vinnuskólanum

Allar nánari upplýsingar:
fotbolti_keflavik8fl@simnet.is