Fréttir

Knattspyrna | 12. maí 2004

9-0 í rokleik gegn Víði

Keflavík og Víðir léku æfingaleik á Víðisvelli og kvöld og lauk honum með öruggum sigri okkar manna eins og reikna mátti með.  Leikurinn fór fram í roki og rigningu og lékum við gegn vindinum í fyrri hálfleik og höfðum 2-0 yfir í hléi.  Í seinni hálfleik gekk öllu betur með vindinum og lokatölurnar urðu 9-0.  Þórarinn Kristjánsson skoraði fjögur mörk í leiknum en hin skoruðu Scott RamsayIngvi Rafn Guðmundsson, Guðjón Antoníusson (sem var kominn á heimaslóðir) og Guðmundur Steinarsson

Þá er undirbúningnum lokið og alvara lífsins tekur við á sunnudaginn þegar fyrsti leikur liðsins í Landsbankadeildinni fer fram á Akureyri gegn KA-mönnum.  Liðið fer með rútu norður á laugardaginn, gistir á Akureyri og svo verða menn vonandi tilbúnir í slaginn á sunnudag.