Fréttir

Knattspyrna | 5. júlí 2004

A-lið 5. flokks í öðru sæti á Essomótinu

Essomóti 5. flokks drengja lauk á laugardaginn og er ekki annað hægt að segja en að okkar strákar hafi staðið sig vel og verið félagi sínu til mikils sóma.  Byrjað var að spila á miðvikudeginum í riðlum og lauk þeirri keppni á föstudag.  Seinnipart dagsins var byrjað að spila í úrslitakeppni en Keflavík átti tvö lið í átta liða úrslitum A- og B-lið.  Þegar öllum leikjum var lokið hafnaði B-lið í sjötta sæti, C-lið lenti í tólfta sæti, D-lið í tuttugasta og sjötta en A-lið fór alla leið í sjálfan úrslitaleikinn og lék gegn FH.  Úrslitaleikurinn tapaðist 0-1.  Drengirnir í 5. flokki geta verið stoltir af sinni frammistöðu á þessu móti og er langt síðan að við höfum átt tvö lið í átta liða úrslitum á svo stóru móti.  Gaman var að sjá hversu margir foreldrar flykktust á Akureyri þessa helgi og stóðu þau sig vel í að styðja strákana.  Á laugardagskvöldinu eftir mótsslit skelltu drengirnir sér á tjaldstæðið til foreldra sinna og var þar mikið glens og grín.