A-liðið leikur til úrslita á Essomótinu
5. flokkur karla tekur nú þátt í Essomóti KA á Akureyri. Strákunum hefur gengið vel og leika til úrslita í keppni A-liða gegn FH nú síðdegis. Mótunu lýkur síðan í kvöld með kvöldverði og lokahófi en liðin halda síðan heimleiðis á morgun. Ferðin og keppnin hefur gengið hið besta og allir skemmt sér vel. Nánar er sagt frá mótinu á heimasíðu þess.