Á Spáni...
Strákanir í meistaraflokki eru nú staddir í æfinga- og keppnisferð á Isla Canela á Spáni. Haldið var út á laugardaginn og kom hópurinn á hótelið seint um kvöldið. Þó var farið snemma á fætur á sunnudeginum, fyrsta æfingin hófst kl. 9:30 og var létt yfir mönnum. Síðan skruppu menn í sund eða göngutúr um nágrennið. Kl. 16:00 var síðan önnur æfing og þá var tekið hressilega á því.
Buddy Farah kom til liðs við hópinn á Spáni og tók vin sinn með. Hins vegar skilaði farangur þeirra félaga sér ekki á áfangastað og er enn ekki kominn í leitirnar. Hótelið sem liðið gistir á er hið glæsilegasta og morgun- og kvöldverðarhlaðborðin hafa vakið mikla hrifningu. Nema hjá þjálfurunum sem sjá fram á hörkuvinnu við að koma í veg fyrir að menn komi nokkrum kílóum þyngri heim! Smá meiðsli hafa komið upp í hópnum og í dag verða þeir Bói og Tóti á skokkinu. Miles er líka tæpur og á að senda hann á skokkið þangað til betur kemur á ljós hvernig staðan er hjá honum. Þessir strákar eru auðvitað í góðum höndum hjá Önnu Pálu sjúkraþjálfara. Ekki verður slegið slöku við í dag og síðustu fréttir frá Spáni voru að þar hefst æfing kl. 9:30. Við segjum fleiri fréttir af liðinu um leið þær berast úr sólinni.
Það var heitt í Lúxemborg í fyrra og vonandi
verður ekki alveg svona heitt á mönnum á Spáni.