Fréttir

Knattspyrna | 19. september 2008

Ábending - erfið aðkoma í Kaplakrika

Kæru stuðningsmenn!
 
Nú styttist í stórleik FH og Keflavíkur næstkomandi sunnudag og vill Knattspyrnuráð koma með ábendingu til stuðningsmanna Keflavíkur vegna leiksins.  Vegna byggingaframkvæmda við Kaplakrika er aðkoma og allt aðgengi að vellinum í Hafnarfirði mjög slæmt og bílastæði af skornum skammti.  Við hvetjum ykkur til þess að leggja tímanlega af stað og vera mætt snemma á völlinn, sameinast í bíla og ekki er verra að vera búinn að kaupa miða á miði.is vel fyrir leik. 
 
Áfram Keflavík,
Knattspyrnuráð Keflavíkur