Fréttir

Knattspyrna | 30. janúar 2007

Aðalfundur Knattspyrnudeildar á miðvikudag

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn miðvikudaginn 31. janúar kl 20:00.  Fundað verður í K-húsinu á Hringbraut 108.  Iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta.

Samkvæmt lögum Keflavíkur skal dagskrá fundarins vera þessi:
1.     Fundarsetning.
2.     Kosinn fundarstjóri.
3.     Kosinn fundarritari.
4.     Fundargerð síðasta aðalfundar skal leggja fram.
5.     Formaður deildar leggur fram skýrslu deildarstjórnar um  starfssemina á liðnu starfsári
6.     Gjaldkeri deildar leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga deildarinnar fyrir liðið starfsár.
7.     Kosningar:
        a)  Kosinn formaður.
        b)  Kosnir 4 meðstjórnendur.
        c)  Kosnir 3 menn í varastjórn
        d)  Kosnir 2 endurskoðendur og einn til vara.
        e)  Kosið í nefndir og ráð sem aðalfundur ákveður.
8.     Ákveðið æfingargjald fyrir næsta starfsár.
9.     Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
10.   Önnur mál
11.   Fundi slitið.