Aðalfundur Knattspyrnudeildar á þriðjudag
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Keflavíkur verður haldinn í K-húsinu við Hringbraut þriðjudagskvöld 31. janúar kl. 20.00. Iðkendur og stuðningsmenn Keflavíkur eru hvattir til að fjölmenna á fundinn sem verður samkvæmt lögum félagsins um aðalfundi deilda.