Fréttir

Knattspyrna | 26. apríl 2010

Aðalfundur Sportmanna 3. maí - BREYTTUR TÍMI OG STAÐUR

Aðalfundur Sportmanna verður haldinn mánudaginn 3. maí kl. 17:00 á 2. hæð í Reykjaneshöllinni.  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál.  Á fundinum verður tekið við skráningum í félagið og greiðslu félagsgjalda fyrir sumarið.  Willum þjálfari mætir á fundinn og heldur stutta tölu auk þess að svara spurningum.  Kl. 18:00 verður svo leikur Keflavíkur og Njarðvíkur á Njarðvíkurvelli þannig að aðalfundurinn verður í leiðinni upphitun fyrir sumarið.

Sportmenn er félagsskapur fyrrverandi stjórnarmanna og leikmanna Keflavíkur, þ.e. þeirra sem hafa leikið opinberan leik.  Við hvetjum alla gjaldgenga til að mæta og hjálpa okkur við að gera þetta félag enn öflugra.

Kveðja,
Stjórn Sportmanna