Aðalfundur Sportmanna 30. apríl
Hér með er boðað til aðalfundar Sportmanna 2008 miðvikudaginn 30. apríl. Hugmyndin er að hittast í íþróttavallarhúsinu við Hringbraut, horfa saman á síðari Evrópuleik Chelsea og Liverpool, sem áætlað er að hefjist kl.18:45, og halda aðalfundinn að leik loknum.
Dagskrá aðalfundar er hefðbundin en reiknað er með þjálfari Keflavíkurliðsins og formaður Knattspyrnudeildar mæta og þeir munu vafalítið fræða viðstadda um stöðu mála og svara fyrirspurnum.
Pizza og gos verða á boðstólum.
Með kveðju og bestu óskum um gleðilegt knattspyrnusumar,
Stjórn Sportmanna.