Aðalfundur Sportmanna 4. maí
Aðalfundur Sportmanna verður haldinn 4. maí n.k. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Fundurinn verður í Íþróttavallarhúsinu við Hringbraut og hefst stundvíslega kl. 20:00. Þjálfarar meistaraflokks karla mæta og greina frá ástandinu í herbúðum liðsins, nýjum leikmönnum auk þess sem í vændum er.