Adolf í Stjörnuna
Í dag gekk Adolf Sveinsson til liðs við Stjörnuna í Garðabæ. Adolf hefur ekki verið í leikmannahópnum í undanförnum leikjum og ákvað að reyna fyrir sér á nýjum slóðum. Búið er að ganga frá félagaskiptunum og leikur Adolf líklega fyrsta leik sinn með Stjörnunni annað kvöld gegn Haukum.
Adolf er 27 ára gamall og lék fyrst með meistaraflokki árið 1996. Hann hefur leikið 49 deildarleiki fyrir Keflavík (6 mörk), 9 bikarleiki (3 mörk) og fjóra leiki í Evrópukeppnum. Adolf hefur einnig leikið með Njarðvík og Val og hann lék einmitt með Stjörnunni árið 2001.
Við óskum Adolf góðs gengis með sínu nýja liði.