Æfing, veisla, fundur...
Það er mikið að gera hjá leikmönnum meistaraflokks þessa dagana, úrslit í deildarbikarnum að hefjast, meistarakeppni KSÍ og svo að sjálfsögðu Landsbankadeildin. En menn gera fleira en að æfa og keppa og reyna að gera sér glaðan dag inn á milli.
Í gær, miðvikudag, var æfing kl. 18:00 en að henni lokinni bauð Ási framkvæmdarstjóri til veislu að hætti hússins. Á meðan borðað var horfðu menn á seinni hálfleik í leik Chelsea og Liverpool. Eftir mat var síðan fundur þjálfaranna Guðjóns og Kristjáns með leikmönnunum. Farið var yfir leik liðsins og rætt um leikinn gegn ÍA í 8-liða úrslitum deildarbikarsins.
Hér má sjá nokkrar myndir sem Jón Örvar tók af herlegheitunum.