Æfingaferð til Portúgal
Keflavíkurliðið heldur á miðvikudaginn í æfingaferð til Portúgals. Þetta verður góður undirbúningur fyrir liðið sem er mikið breytt frá síðasta tímabili. Mikilvægt er að taka liðið í annað umhverfi, þétta hópinn og æfa vel, en æft verður tvisvar á dag. Liðið ætti því að koma heim vel undirbúið fyrir átökin í sumar. Fylgst verður með ferð strákanna á heimasíðunni því pistlar verða sendir frá æfingaferðinni og jafnvel nokkrar myndir fá að fylgja með. Strákarnir koma svo heim fimmtudaginn 23. apríl á sumardaginn fyrsta, vonandi í sól og blíðu.