Æfingaferð til Spánar
Piltarnir í meistaraflokki eru á leið til Spánar í æfingaferð. Nánar tiltekið til Isla Canela og gist á Hotel Riu Atlantico. Farið verður laugardaginn 1. apríl seinni part dags og komið heim laugardaginn 8. apríl. Æft verður tvisvar á dag og leiknir tveir leikir í ferðinni. Fréttir af liðinu munu birtast á heimasíðunni reglulega á meðan förinni stendur.
Það ætti að fara vel um strákana á Hotel Riu Atlantico.