Æfingaferð til Spánar
Meistaraflokkur karla er á leið til Spánar í æfingaferð. Farið verður mánudaginn 5. apríl og komið heim viku síðar. Flogið verður til Alicante en staðurinn sem gist verður á heitir Oliva Nova og er um 80 km. frá flugvellinum. Öll helstu stórlið Evrópu hafa verið þar við æfingar enda er þetta með því besta sem sem boðið er upp á fyrir æfingaferðir knattspyrnuliða. Æft verður tvisvar á dag. Einn leikur verður leikinn gegn Denia CF og er hann á miðvikudeginum. Liðið ætti því að koma heim vel undirbúið fyrir átökin í sumar.
Strákarnir hafa verið duglegir að safna fyrir ferðinni með ýmsum fjáröflunum. Fréttir verða regluegla sendar heim og birtr hér síðunni og ekki ólíklegt að nokkrar myndir fái að fylgja með. Við óskum hópnum góðrar ferðar og að vonum Falur Helgi hafi ekki mikið að gera, nema þá helst í nuddinu.
Þessi skemmtilega mynd er frá æfingaferðinni til Portúgal í fyrra.
(Mynd: Jón Örvar)