Æfingaferð til Spánar
Meistaraflokkur karla er á leið í æfingaferð til Spánar og mun dvelja í Pinatar Arena knattspyrnumiðstöðinni. Miðstöðin er svo til ný og er staðsett í bænum San Pedro del Pinatar í nágrenni Alicante. Miðstöðin opnaði á síðasta ári og þar er toppaðstaða til æfinga og þjálfunar auk þess sem öll aðstaða fyrir leikmenn og aðstandendur liða er eins og best verður á kosið. Farið verður út miðvikudaginn 2. apríl og komið heim föstudaginn 11. Það er ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn sem skipuleggur ferðina.