Æfingaleikir á laugardag og mánudag
Eftir stutt hlé eru æfingar hjá meistaraflokki hafnar af fullum krafti. Og nú er komið að fyrstu æfingaleikjum liðsins á árinu en þeir fara fram í æfingatíma liðsins í Reykjaneshöllinni. Á laugardag verður leikið gegn Reynismönnum kl. 10:30 og á mánudaginn er komið að leik gegn Víði og hefst hann kl. 17:30. Á næstunni verða svo fleiri æfingaleikir en Lengjubikarinn fer svo af stað í febrúar.