Fréttir

Knattspyrna | 15. janúar 2010

Æfingaleikir á laugardag og miðvikudag

Okkar menn eru á fullri ferð í undirbúningi fyrir knattspyrnusumarið framundan.  Nú taka við æfingaleikir og eru tveir slíkir á dagskránni næstu daga.  Á laugardaginn kl. 10:00 koma Fjölnismenn í heimsókn og leika gegn Keflavík í Reykjaneshöllinni.  Næsta miðvikudag verður annar leikur í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 17:40.  Andstæðingar okkar verða Hamar í það skiptið.  Við hvetjum stuðningsmenn til að kíkja á leikina og fylgjast með liðinu okkar.