Æfingaleikir framundan
Undirbúningur liðanna í Landsbankadeildinni er nú að fara í fullan gang enda ekki nema fjórir mánuðir til stefnu. Keflavíkurliðið lætur ekki sitt eftir liggja og leikur fjölda æfingaleikja á næstunni. Það er full ástæða til að mæta á leikina, skoða okkar lið og önnur og fylgjast með gengi liðsins frá byrjun. Fyrsta opinbera mót ársins hefst svo í lok febrúar þegar Lengjubikarinn fer í gang.
Búið er að ákveða þessa æfingaleiki Keflavíkur:
Mánudagur 14. janúar kl. 18:30: Keflavík - Valur í Reykjaneshöllinni
Mánudagur 21. janúar kl. 18:30: Keflavík - Höttur í Reykjaneshöllinni
Sunnudagur 27. janúar kl. 18:00: FH - Keflavík í Kórnum í Kópavogi
Mánudagur 4. febrúar kl. 18:30: Keflavík - Grindavík í Reykjaneshöllinni