Fréttir

Knattspyrna | 5. desember 2006

Æfingaleikir miðvikudag og fimmtudag

Nú eru ekki nema tæpir sex mánuðir í að Íslandsmótið hefjist og Keflavíkurliðið undirbýr sig af kappi.  Liðið leikur tvo æfingaleiki í vikunni.  Á miðvikudag tökum við á móti Reyni í Reykjaneshöllinni og hefst leikurinn kl. 17:40.  Á fimmtudaginn fer liðið síðan í Garðabæinn og leikur gegn Stjörnunni.  Leikurinn fer fram undir flóðljósum á gervigrasvelli Stjörnunnar og hefst kl. 18:30.


Þessir mæta örugglega í Höllina en verða vonandi betur klæddir í Garðabænum.
(Mynd frá
Víkurfréttum)