Fréttir

Knattspyrna | 16. desember 2009

Æfingaleikir og jólafrí

Okkar menn léku æfingaleik við Selfyssinga um síðustu helgi og lauk honum með 2-2 jafntefli.  Það voru þeir Theodór Guðni Halldórsson og Haraldur Guðmundsson sem skoruðu fyrir Keflavík.  Á sunnudaginn var einnig leikið í Futsal og þar sigruðu okkar menn lið Álftaness 17-5.  Strákarnir eru nú komnir í jólafrí en hefja aftur æfingar 4. janúar.

Kvennaliðið leikur æfingaleik við ÍBV í Reykjaneshöllinni í kvöld, miðvikudag, kl. 20:30.  Framundan er svo jólafrí en stelpurnar hefja æfingar aftur af fullum krafti strax eftir áramót.