Æfingaleikur á laugardag, innanhússmót hjá stelpunum
Um helgina er enn einn æfingaleikurinn á dagskrá en strákarnir leika gegn Selfossi í Kórnum á laugardag kl. 13:30.
Sama dag leikur meistaraflokkur kvenna í Íslandsmótinu innanhúss en leikið er í íþróttahúsinu á Álftanesi. Stelpurnar spila við Þrótt R. kl. 14:30 og gegn Álftanesi kl. 17:30.