Æfingaleikur á Spáni
Meistaraflokkur leikur í dag æfingaleik á Spáni gegn spænska liðinu Recreativo Huelva. Þar er um að ræða hörkulið sem leikur í 2. deild. Liðið lék tvö tímabil þar á undan í efstu deild á Spáni og er við það að tryggja sér sæti þar aftur næsta vetur. Tveir leikmenn hafa verið til reynslu hjá Keflavíkurliðinu í ferðinni. Annar er Daniel Severino sem er vinur Buddy Farah. Hann er Ástrali med ítalskt vegabréf og er miðjumaður. Hinn er 21 árs Rúmeni sem heitir Mihaita Curea og er varnarmaður. Góðir leikmenn báðir tveir.
Það er annars að frétta af liðsuppstillingu okkar manna að Guðmundur Mete, Guðmundur Steinarsson, Stefán Örn Arnarsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Geoff Miles munu ekki spila í dag vegna meiðsla en byrjunarliðið verður þannig skipað: Ómar, Guðjón, Curea, Kenneth, Branko, Buddy, Jónas, Baldur, Magnús, Severino og Símun.
Á morgun verður spilað við lið sem heitir Aymonte og á föstudag við Breiðablik. Annars er allt gott að frétta af hópnum, allur aðbúnaður er til fyrirmyndar og hótelið frábært.