Knattspyrna | 22. desember 2003
Æfingaleikur gegn Víði
Keflavík og Víðir léku æfingaleik um helgina. Leiknum lauk með sigri Keflavíkur, 3-0. Það voru þeir Hólmar Örn Rúnarsson, Magnús Þorsteinsson og Hafsteinn Rúnarsson sem settu mörkin. Hafsteinn hefur dvalið á Bandaríkjunum undanfarna mánuði en er í jólafríi og notaði tækifæri og lék með Keflavíkurliðinu.