Fréttir

Knattspyrna | 19. maí 2005

Æfingaleikur gegn Víði í kvöld

Í kvöld er æfingaleikur á móti Víði í Garðinum og fer hann fram út í Garði kl. 18:30.  Þetta er léttur æfingaleikur og verður einungis leikið í tæpan klukkutíma.  Kristján þjálfari mun prufa nýja leikmanninn og gera liðið klárt fyrir leikinn á móti ÍBV. 

Gummi Steinars mun hvíla í kvöld til að gera skotlöppina klára fyrir sunnudaginn.  Það er hugur í mönnum að setja mörk í þeim leik svo Írinn okkar sé ekki markahæstur lengi.

Rúnar I. Hannah, nýr fréttamaður heimasíðunnar.