Fréttir

Knattspyrna | 4. febrúar 2004

Æfingaleikur hjá mfl. kvenna

Meistaraflokkur kvenna leikur æfingaleik gegn 2. flokki Grindavíkur í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 20:20 í Reykjaneshöllinni.

Búið er að draga í riðla í 1. deild kvenna og lenti Keflavík í A-riðli en þar leika einnig Haukar, Ægir, HK/Víkingur og UMF Bessastaðahrepps.  Leikin verður þreföld umferð og leikur hvert lið því 12 leiki.  Riðlarnir eru þrír og fer sigurlið hvers riðils í úrslitakeppni ásamt því liði í 2. sæti sem nær bestum árangri.