Æfingaleikur og Futsal um helgina
Það verður nóg að gera hjá okkur um helgina en þá eru tveir leikir á dagskrá. Eins og undanfarnar helgar verður spilaður æfingaleikur og einn leikur í Íslandsmótinu í Futsal.
Á laugardag verður æfingaleikur á móti Stjörnunni. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 12:00.
Á sunnudaginn er svo komið að síðasta leiknum í riðlakeppninni í Futsal. Þá mætast Leiknir/KB og Keflavík í íþróttahúsinu við Austurberg og hefst leikurinn kl. 13:30. Keflavík hefur reyndar þegar tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum á mótinu.
Frá leiknum gegn Víði á dögunum.
(Mynd: Jón Örvar)