Fréttir

Knattspyrna | 20. maí 2005

Æfingaleikur við Víði

Keflavík lék við Víði í Garði í gærkvöldi.  Leikurinn endaði 3-0 og setti Hörður tvö en Brian setti eitt.  Brian er þar með búinn að rétta við sinn markareikning, eftir að hafa byrjaði í mínus eftir fyrsta deildarleik.
Kristján þjálfari skipti algjörlega um lið í hálfleik og fengu þannig allir að spreyta sig.  Bjarni meiddist, en líklegast ekkert stórvægilegt.  Hann sá þörf fyrir að reka vinstri fót af öllu afli undir skósóla eins Víðismannsins með þeim afleiðingum að fóturinn bólgnaði upp.  Heilsa Víðismannsins er aftur á móti í fínu standi síðast þegar fréttist.  Til allrar lukku þá er Bjarni réttfætur og þetta ætti ekkert að plaga hann.  Menn innan liðsins skilja ekkert hvað hann var að reyna með vinstri löppinni, vilja meina að hann ráði ekkert við þá löpp þó svo hann sé fullfrískur, sé valtur bara við að stíga í hana.

Með Keflavíkurkveðju

Rúnar I. Hannah
Stuðningsmannasíða Keflavíkur