Æfingaleikur við Víði í kvöld!
Víðir og Keflavík leika æfingaleik á Víðisvelli í kvöld kl. 19:00. Leikurinn er hugsaður sem lokaundirbúningur liðanna áður en keppni í Íslandsmótinu hefst um helgina. Leikið verður á aðalvellinum í Garðinum.
Fyrsti leikur Keflavíkur í Landsbankadeildinni er síðan á sunnudaginn en þá leikur liðið gegn KA á Akureyrarvelli kl. 14:00. Reikna má með spennandi leik en samkvæmt þeim spám sem komið hafa út undanfarið er KA-mönnum spáð um miðja deild líkt og Keflavík.
Þeir sem ekki verða á Akureyri á sunnudag geta hins vegar brugðið sér aftur í Garðinn og séð nágranna okkar í Víði taka á móti Aftureldingu á sunnudaginn kl. 16:00 í 2. deildinni.