Æfingar hafnar af krafti
Eftir stutt frí um jól og áramót er knattspyrnufólk í Keflavík komið á fullt á nýjan leik. Á mánudaginn var fyrsta æfing meistaraflokks karla á nýju ári og tók hirðljósmyndarinn mynd af hópnum af því tilefni. Það voru fleiri að æfa þetta kvöld því þar voru einnig 3. flokkar karla og kvenna. Þeir Zoran og Haukur þjálfa strákana en Elís er með stelpurnar. Eins og sést á seinni myndinni af 3. flokki karla laumaði einn eldri sér inn í hópinn enda ungur í anda.
Myndir: Jón Örvar Arason