Æfingar hjá 8. flokki að hefjast á ný
Æfingar hjá 8. flokki hefjast á ný í þessari viku.
Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd 2006 og 2007.
Boðið verður upp á 2 æfingar í viku og er í boði að skrá barnið á eina eða tvær æfingar í viku.
ÍÞRÓTTAHÚSIÐ SUNNUBRAUT:
Æfingar á þriðjudögum kl. 17:25 - 18:20.
Fyrsta æfing verður þriðjudaginn 31. janúar og síðasta æfing tímabilsins
verður 24. apríl (frí tvo þriðjudaga í kringum páska: 3. og 10. apríl).
REYKJANESHÖLL:
Æfingar á föstudögum kl. 16:40 - 17:25.
Fyrsta æfing verður föstudaginn 3. febrúar og síðasta æfing tímabilsins
verður 27. apríl (frí tvo föstudaga í kringum páska: 6. og 13. apríl).
AÐ GEFNU TILEFNI SKAL SÉRSTAKLEGA
BENT Á EFTIRFARANDI:
Æfingarnar á SUNNUBRAUT eru meira í líkingu við íþróttaskóla,
en þó með áherslu á knattspyrnu.
Æfingarnar í REYKJANESHÖLL
eru fyrir börn með mikinn knattspyrnuáhuga.
ÆFINGAGJÖLD:
6000 kr. ef valið er að æfa einu sinni í viku.
10.000 kr. ef valið er að æfa tvisvar sinnum í viku.
Systkinaafsláttur:
Barn 2 greiðir hálft gjald, frítt fyrir barn 3.
SKRÁNING:
Vinsamlegast sendið skráningu á netfangið:
Skráning skal innihalda eftirfarandi upplýsingar:
Nafn barns:
Kennitölu barns:
Nafn foreldra/forráðamanna:
GSM foreldra/forráðamanna:
Öllum skráningum verður svarað með staðfestingu í tölvupósti.
Athugið að þátttökufjöldi á námskeiðið er takmarkaður.
Með kærri kveðju frá þjálfurum, hlökkum til að sjá ykkur á ný:
Andrés Þórarinn Eyjólfsson, íþróttafræðingur
Ragnar Steinarsson, íþróttafræðinemi
Arnþór Guðjónsson, aðstoðarþjálfari