Fréttir

Æfingar, söngur...
Knattspyrna | 15. apríl 2013

Æfingar, söngur...

Helgin var vel nýtt hjá Keflavíkurliðinu á Oliva Nova á Spáni.  Fín æfing á laugardagsmorgunn og vel tekið á því.  Um var farið til Benidorm og deginum eytt þar. Fín strönd og sólin klikkaði ekki. Hópurinn borðaði saman á Benidorm og haldið heim á leið um kl. 21:00. Nýliðakvöldið var svo haldið á Oliva og menn fóru á kostum í söngnum.  Halli kom sterkur inn og sagan segir að hann og Dói með nikkuna muni hefja samstarf og mæta á sviðið innan skamms...

Morgunæfingin á sunnudeginum var á ströndinni þar sem menn hlupu og fóru svo í sjóinn.  Góðar teygjur og svo nudd hjá Fal sjúkraþjálfara.  Síðdegisæfingin var svo kl 17:00, fín æfing sem endaði á gömlum og ungum og þar unnu gömlu með þremur mörkum.  Nú fer þetta að styttast á Spáni, í dag verða tvær æfingar og svo verður haldið heim um hádegið á þriðjudag.

Þegar heim er komið hefst svo niðurtalningin í Íslandsmótið sem hefst eftir 3 vikur.

Pistill og myndir: Jón Örvar.