Fréttir

Knattspyrna | 31. júlí 2003

Af 2. flokki

Fram - Keflavík í 2 flokki

 

Í gær spilaði 2. flokkur karla gegn Fram.  Leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni sökum mikillar rigningar.  Leikmenn Keflavíkur náðu forystu strax á 6. mín. leiksins.  Fyrri hálfleikurinn var mjög hraður og skemmtilegur en því miður urðu mörkin ekki fleiri.  Seinni hálfleikurinn var einungis fimm mínútna gamall þegar að Framarar jöfnuðu leikinn.  Á 56. mín skoruðu svo Framarar sitt annað mark og þrátt fyrir mýmörg færi beggja liða varð þetta lokastaðan.

Það voru Framarar sem fengu fyrstu færi leiksins en á 6. mínútu fékk Ingvi stungusendingu inn fyrir vörn Framara og kom honum í netið.  Staðan 1-0, okkur í vil.  Við þetta mark fóru bæði lið í mikinn sóknarham og skiptust á að sækja.  Aron átti skalla í slána eftir fyrstu hornspyrnu leiksins og er vonandi að hann setji boltann inn í næsta leik.  Báðar varnirnar héldu vel og Maggi varði þrívegis meistaralega.  Keflvíkingar voru svo óheppnir að skora ekki annað mark þegar Bjössi komst einn á móti markmanni en misheppnað skot hans fór framhjá (enda vafðist vinstri fóturinn fyrir).  Þeir reyndu mikið að koma boltanum á Óla og Aron með stungusendingum en komust ekkert áleiðis gegn sterkum miðvörðum Framara.  Hins vegar kom mikið úr kantspili frá Fannari og Árna framan af hálfleiknum.  Þegar flautað var til seinni hálfleiks voru það Framarar sem voru mun beittari fyrstu 15 mínúturnar og uppskáru mark á 49. mínútu.  Fannar og Raggi leyfðu boltanum að skoppa fyrir framan markið, sóknarmaður Framara nýtti sér það og skallaði boltann framhjá Magga, 1-1.  Keflvíkingar misstu móðinn eftir það og misstu boltann ótt og títt á miðsvæðinu.  Hins vegar stóðu strákarnir vaktina vel í vörninni og gáfu Frömurum enga grið.  Á 56. mínútu átti svo fyrirliði Keflvíkinga mjög dapra sendingu beint á sóknarmann Framara 10 metrum fyrir framan vítateig.  Sóknarmaður Framara hljóp tvo varnarmenn af sér og renndi boltanum í netið,  1-2 Fram í vil.  Við þetta æstust leikarnir.  Keflvíkingar gerðu 3 skiptingar og Bjössi fór fram.  Keflvíkingar áttu margar góðar rispur upp kantana og einnig opnuðust svæðin bakvið miðverði Framara.  Þrír úrskurðir dómara voru okkur sérlega í óhag og í tvígang hafði dómarinn rangt fyrir sér.  Í fyrra skiptið þegar að boltanum var spyrnt í fang Bjössa og í annað skiptið þegar að Bjössi stökk upp með markmanni og einum varnarmanni.  Í bæði skiptin dæmdi dómarinn hendi á Bjössa.  Þriðja atvikið var vafasamt þar sem Bjössi er kominn einn inn fyrir og markmaðurinn rennir sér með takkanna á móti.  En það þýðir ekkert að röfla við dómarann.  Það voru svo svekktir Keflvíkingar sem gengu af velli í gærkvöld. 

Erfitt er að meta hver var bestur í liði Keflavíkur en Ingvi var sífellt að skapa usla með hraða sínum.  Vörnin hafði sóknarmenn Framara í vasanum.  Bjössi var mjög ógnandi i seinni hálfleik og svo átti Aron átti ágætan leik.  Einnig mæddi mikið á Magga, sem varði mjög vel í leiknum.  Liðsheildin fær mikið lof fyrir baráttu og góðan anda.  Leikmenn ætla að koma vel stemmdir í næsta leik gegn Þórsurum, sem verður háður á Akureyri 12. ágúst n.k.

Keflavík 3-5-2
Byrjunalið:
1 Magnús Þormar (M)
2 Ragnar Magnússon
3 Ögmundur Erlendsson (F)
4 Jóhannes Bjarnason (út ´60)
5 Fannar B. Gunnólfsson (út ´63)
6 Þorsteinn Georgsson
7 Ingvi Rafn Guðmundsson
8 Björn Bergmann Vilhjálmsson
9 Árni Þ. Ármannsson
10 Aron Smárason
11 Ólafur Jón Jónsson (út ´68)
 
Varamenn:
12 Guðmundur Þórðarson (M)
13 Brynjar Magnússon (inn ´68)
14 Arnar Halldórsson (inn ´60)
15 Garðar Karlsson
16 Jóhann Ingi Sævarsson (inn ´63)
 
Starfsmenn:
Jóhann Emil Elíasson (þjálfari)
Magnús Daðason (aðstoðarþjálfari)

Jóhann Emil Elíasson þjálfari skrifar