Fréttir

Knattspyrna | 24. júlí 2004

Af 3. flokki á ReyCup

ReyCup mótið heldur áfram og í dag tapaði 3. flokkur karla báðum leikjum sínum.  Fyrst töpuðu þeir gegn Þrótti 0-3 en þessi leikur hafði enga þýðingu þar sem bæði þessi lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitunum.  Keflvíkingar léku síðan gegn Víkingi og tapaðist sá leikur 0-2.  Á morgun sunnudag mun Keflavík leika um þriðja sætið og verða mótherjar þeirra Spyrnir en það er sameiginlegt lið Austurlands.