Fréttir

Knattspyrna | 14. ágúst 2004

Af 3. flokki kvenna...

Stelpurnar í 3. flokki hafa verið að standa sig vel í sumar en þær weu með fullt hús stiga í B-riðli 3. flokks.  Þær gerðu einnig garðinn frægan á knattspyrnumóti í Liverpool á dögunum en ferðasagan og myndir frá mótinu munu birtast hér á heimasíðunni alveg á næstunni.

Íslandsmót, nýjustu úrslit:
Keflavík - Fylkir: 5-1 (Helena Rós Þórólfsdóttir 3, Rebekka Gísladóttir, Hildur Haraldsdóttir)

Stjarnan - Keflavík: 1-8 (Helena Rós Þórólfsdóttir 3, Eva Kristinsdóttir 2, Hildur Haraldsdóttir, Sonja Sverrisdóttir, Karen Sævarsdóttir)

Fjölnir - Keflavík: 3-5 (Karen Sævarsdóttir, Hildur Haraldsdóttir, Birna Marín Aðalsteinsdóttir, Helena Rós Þórólfsdóttir, Sonja Sverrisdóttir)

Þróttur R. - Keflavík: 1-13 (Helena Rós Þórólfsdóttir 4, Karen Sævarsdóttir 3, Eva Kristinsdóttir 2, Andrea Frímannsdóttir 2, Sonja Sverrisdóttir, Anna Rún Jóhannsdóttir)

Stelpurnar eiga nú einungis einn leik eftir í Íslandsmótinu og eru þær með fullt hús stiga og hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppnina.