Af 3. flokki kvenna
Keflavík 2 í 3. flokki lék gegn Stjörnunni í Garðabæ í gær í Faxanum. Sjö stelpur úr 4. flokki tóku þátt í leiknum og stóðu sig mjög vel. Nokkurt jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, Keflavík náði þó að komast yfir stuttu áður en blásið var til leikhlés og staðan 0-1. Í þeim seinni voru okkar stelpur öllu beittari en heimamenn og náðu að bæta við tveimur mörkum fyrir lokaflaut dómarans.
Stjarnan - Keflavík2: 0-3 (Fanney Kristinsdóttir, Sveindís Þórhallsdóttir, sjálfsmark)