Af 3. og 4. flokki stúlkna
Stúlkurnar í 3. og 4. flokki voru að leika í vikunni en gekk ekki sem best. Á miðvikudaginn spilaði lið 3. flokks við Stjörnuna og tapaði 0-3. Í gær spilaði síðan 4. flokkur við Fylki; A-liðið tapaði 1-3 og skoraði Fanney Kristinsdóttir markið. Tap varð einnig niðurstaðan hjá B-liðinu; Íris Björk Rúnarsdóttir skoarði bæði mörkin í 2-4 tapi gegn Fylkisstúlkunum.
Hópur stúlkna úr 3. flokki fer til Hjörring í Danmörku nú um helgina og tekur þar þátt í vinabæjarmóti dagana 22.-27. júní.