Fréttir

Knattspyrna | 28. júlí 2004

Af 4. flokki gegn KR

Í gær léku piltarnir í 4. flokki gegn KR á Íslandsmótinu í knattspyrnu, leikið var á Iðavöllum.  Í leik A-liða lágu Keflavíkurpiltar 0-4 gegn öflugu KR-liði, staðan í hálfleik var 0-3.  Það var meira jafnræði með liðunum í leik B-liðanna. KR-ingar leiddu 0-2 í hálfleik en Keflavíkurpiltar komu sterkir til leiks í síðari hálfleik með Hákon Stefánsson fremstan í flokki og náðu að jafna leikinn með mörkum frá Hákoni og Bjarna Rey Guðmundssyni.  Keflavíkurpiltar fengu svo sannkallað dauðafæri um 10 mínútum fyrir leikslok en náðu því miður ekki að nýta það.  Í staðinn náðu KR-piltar að setja eitt mark í lokin og tryggðu sér sigurinn 2-3.


Hákon Stefánsson gerði eitt mark gegn KR og átti
sannkallaðan stórleik sem dugði því miður ekki til sigurs.