Fréttir

Knattspyrna | 27. júlí 2005

Af 4. flokki í Liverpool

Stúlkurnar í 4. flokki eru nú staddar í Liverpool á alþjóðlegu knattspyrnumóti.  Ferðin út gekk vel og í gær hófst svo mótið af krafti og Keflavíkurliðið lék þá tvo leiki.  Annar vannst en hinum lauk með jafntefli.  Markverðir liðanna komu þó nokkuð við sögu í leikjunum; hjá A-liðinu misnotaði Zohara víti en Ísabella varði vítaspyrnu í marki B-liðsins!  Meira er hægt að sjá um mótið á bloggsíðu yngri flokka stúlkna en Elis Kristjánsson þjálfari setur þar inn pistla frá mótinu.

11 manna lið, Keflavík - Tranmere Ladies: 3-2 (Fanney Kristinsdóttir 2, Íris Björk Rúnarsdóttir)
Keflavík:
Zohara, Ingibjörg, Eyrún, Laufey, Ólína, Sveindís, Fanney, Bagga, Berta, Íris, Guðrún, Jóhanna.

7 manna lið, Keflavík - Kimmel Bay: 0-0
Keflavík:
Ísabella, Helena, Hera, Ingunn, Jenný fyrirliði, Elísa, Hulda, Jóhanna