Fréttir

Knattspyrna | 11. júní 2005

Af 4. flokki kvenna

Í gær lék 4. flokkur kvenna gegn Fylki í Árbænum, leikið var bæði í A- og B-liðum.

Í leik A-liða höfðu Keflavíkurstelpur yfirhöndina nánast allan leikinn og mjög ósanngjarnt að hafa ekki farið með öll stigin heim.  Leikið var á gervigrasi með gúmmímylsnu í sem dró töluvert úr rennsli knattarinns.  Það kostaði það að í tvígang vorum við búin að setja knöttinn framhjá markverði Fylkis en gúmmíið dró svo úr hraðanum að varnarmaður náði að hreinsa í burtu.  En auðvitað áttum við að fylgja eftir alla leið og setja knöttinn yfir marklínu, á venjulegu grasi hefðu þessir boltar farið í markið.  Keflavík komst yfir á 15. mínútu þegar Fanney átti gott skot utan af velli og yfir markvörðinn sem stóð of framarlega í teignum.  En markvörður Fylkis átti eftir að reynast okkur erfiður það sem eftir var leiks, hörkumarkmaður þar á ferð.  Staðan í leikhléi var 0-1.  Í upphafi seinni hálfleiks jöfnuðu heimastúlkur með mjög góðu marki sem Zohara átti ekki möguleika að koma í veg fyrir.  Það er víst óhætt að segja að dómari leiksinns hafi heldur betur verið í sviðsljósinu en ekki leikmenn liðanna.  Til að mynda fengum við ekki nema tvær aukaspyrnur í leiknum og tvær augljóslegar vítaspyrnur voru teknar af okkur.  Til að kóróna dómgæslu sína dæmdi hann aukaspyrnu á okkur og tók hana sjálfur og lét síðan leikinn halda áfram.  Voru okkar stelpur mjög ósáttar í leikslok að hafa ekki náð í öll sigin sem í boði voru.

4. flokkur, A-lið: Fylkir - Keflavík: 1-1 (Fanney Kristinsdóttir)
Keflavík:
Zohara, Ingibjörg, Matthildur, Laufey, Jóhanna, Fanney, Bagga (f), Berta, Eyrún, Sveindís, Íris.

Í leik B-liða var allt annað upp á teningnum hvað dómgæslu varðar.  Keflavík stillti upp sjö stelpum úr 5. flokki í byrjunarliðinu og var aðdáunarvert hvað þessar stelpur voru að standa sig vel.  Fylkir komst yfir snemma leiks og áttu þær greinilega von á að rúlla yfir okkur vitandi að uppistaðan hjá okkur var úr 5.flokki.  En annað átti eftir að koma á daginn því að þrátt fyrir 1-0 ósigur vorum við betri aðilinn í þessum leik þegar upp var staðið.  Stelpurnar voru virkilega óheppnar að skora ekki mark eða mörk úr þeim færum sem við fengum í leiknum.  Sama var upp á teningnum hjá þessum stelpum, mjög ósáttar að ná ekki í það minnsta stig út úr þessari viðureign en stelpurnar geta þó borið höfuðið hátt eftir frammistöðu sína í leiknum.

4. flokkur, B-lið: Fylkir - Keflavík: 1-0
Keflavík:
Arna Lind, Heiða, Guðný Ragna, Kara, Hulda, Marsibil, Helena, Jenný (f), Bryndís Þóra, Eiríka Ösp, Ísabella.