Af aðalfundi Knattspyrnudeildar
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Keflavíkur var haldinn miðvikudaginn 4. febrúar 2004. Þar var kosin stjórn. Formaður var kosinn Rúnar V. Arnarson. Aðrir í stjórn eru Þorsteinn Magnússon, Grétar Ólason, Halldór Leví Björnsson og Hallgrímur Guðmundsson. Í varastjórn eru Hjörleifur Stefánsson, Ólafur Bjarnason, Sævar Þorkell Jensson, Erlingur Hannesson og Ásmundur Friðriksson. Stjórnin hefur ekki skipt með sér störfum.
Á fundinum var tilnefnt í nefndir og ráð. Barna og unglingaráð er þannig skipað: Formaður er Ingólfur Karlsson, varaformaður er Kristín G. Njálsdóttir, gjaldkeri er Unnar S. Stefánsson, ritari er Björn Kristinsson. Meðstjórnendur eru Ómar Ingimarsson, Sigrún Sigvaldadóttir, Þorsteinn Sigvaldason, Ægir Emilson, Guðmundur Guðbergsson, Smári Helgason og Jóhanna M. Einarsdóttir. Formaður mfl. kvenna er Reynir Ragnarsson.
Fundurinn fór vel fram og kom þar fram að deildin skilaði 5,1 milljón í hagnað á síðasta ári.