Fréttir

Knattspyrna | 17. nóvember 2008

Af æfingaleik gegn Ólsurum

Laugardaginn 15. nóvember spilaði meistaraflokkur karla æfingaleik gegn lærisveinum Kristins Guðbrandssonar, Víkingum í Ólafsvík.  Lokatölur urðu 6-2 fyrir Keflavík.  Keflavík komst í 5-0 áður en Ólsurum tókst að svara fyrir sig úr vítaspyrnu.  Mörkin skoruðu Hörður 2, Símun, Magnús Sverrir (víti), Sigurbergur og Viktor.

Liðið var þannig skipað: Magnús Þormar - Högni, Einar Orri, Tómas Kjartans, Tómas Pálma - Símun, Hólmar, Magnús Þór, Magnús Sverrir - Sigurbergur, Hörður.  Inn af bekknum komu Sigurbjörn og Viktor Guðnason.

Ekki er áætlað að spila fleiri leiki á þessu ári.  Liðið hefur nú æft í tvær vikur í nóvember og mun æfa fram í byrjun desember.  Þá verður farið í fjögurra vikna hvíld og byrjað að nýju 5. janúar.


Bói og Höddi spiliðu báðir og Höddi skoraði tvö gegn Víkingi.
(Mynd: Jón Örvar)