Af árangri yngri flokka
Hjá félagi eins og Keflavík er mikið um að vera allt knattspyrnusumarið en það sem af er þessu ári hafa allir flokkar Keflavíkur leikið um 450 leiki á vegum KSÍ fyrir utan ýmsa æfingaleiki og fjölmörg mót sem haldin eru fyrir yngri flokkana. Stærstur hluti þessara leikja er einmitt leikinn í yngri flokkunum sem hafa staðið sig með prýði í sumar. Piltarnir í 2. flokki eru komnir í úrslitaleikinn í Valitor-bikarsins í sínum aldursflokki. Hjá 4. flokki karla eru A- og D-liðin komin í úrslitakeppni Íslandsmótsins sem fer fram um næstu helgi. Um þessa helgi leikur A-lið 5. flokks í úrslitakeppninni og C- og D-liðin komust einnig í úrslitakeppnina sem fer fram um næstu helgi. Áður hafði D-lið 6. flokks leikið í úrslitakeppninni og endað í 4. sæti og hjá 7. flokki unnu B- og D-lið Keflavíkur á Króksmótinu á Sauðárkróki.
Hjá stelpunum er 2. flokkur með örugga forystu í efsta sæti B-riðils og fátt virðist geta komið í veg fyrir að liðið tryggi sér sæti í A-riðli næsta sumar. Þar yrði frábær árangur og mikil framför en á síðasta ári tók Keflavík þátt í keppni 7 manna liða vegna manneklu. Stelpurnar í 5. flokki sigruðu í keppni A-liða á Pæjumótinu á Siglufirði og A-lið 6. flokks komst í úrslitakeppnina á Íslandsmótinu og lenti í 2. sæti.
Hjartnæm stund þegar 2. flokkur hafði sigrað í undanúrslitum bikarsins...
(Mynd: Jón Örvar)