Fréttir

Knattspyrna | 8. apríl 2004

Af Bónusmóti 4. og 5. flokks

Mánudaginn 5. apríl fór fram í fyrsta sinn knattspyrnumót í yngri flokkum kvenna í Reykjaneshöllinni.  Mótið þótti takast mjög vel og voru þjálfarar og foreldrar sem fylgdu sínum liðum mjög ánægð og boðuðu komu sína á næsta mót þegar að það yrði haldið.  Styrktaraðili þessa móts var verslunin Bónus og þökkum við þeim kærlega fyrir samvinnuna í þessu móti.  Spilað var í 5. og 4. flokki.  Til stóð að spila einnig í 3. flokki en sökum þess að Bónusmótið fór fram á virkum degi áttu margir þjálfarar ekki heimangengt sökum annarra starfa að koma með lið sín á þetta skemmtilega mót.

Þátttökuliðin í mótinu voru Keflavík, ÍA, Afturelding og Reynir/Víðir.  Spilað var í A- og B-liðum í báðum flokkum.

 

5. flokkur A-lið - Argentínska deildin:
1. ÍA
2. Keflavík
3. Afturelding
4. Reynir/Víðir.

Lið Keflavíkur var þannig skipað:
Arna Lind Kristinsdóttir, Eiríka Ösp Arnardóttir, Marsibil Sveinsdóttir, Guðný Ragna Jóhannsdóttir, Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir, Marta Hrönn Magnúsdóttir, Guðbjörg Ægisdóttir og Heiða Helgudóttir.

5. flokkur B-lið - Brasilíska deildin:
1. ÍA United
2. Afturelding
3. ÍA
4. Afturelding City
5. Reynir/Víðir
6. Keflavík

Lið Keflavíkur var þannig skipað:
Jenný María Unnarsdóttir, Aldís Helga Rúnarsdóttir, Birna Helga Jóhannesdóttir, Alexandra Herbertsdóttir, Ríkey Konráðsdóttir, Tinna Halldórsdóttir, Lovísa Falsdóttir og Kara Friðriksdóttir.

4. flokkur A-lið - Argentínska deildin:
1. Keflavík
2. ÍA
3. Reynir/Víðir
4. Afturelding

Lið Keflavíkur var þannig skipað:
Berta Björnsdóttir, Fanney Kristinsdóttir, Ólína Ýr Björnsdóttir, Sigurbjörg Auðunsdóttir, Sveindís Þórhallsdóttir, Zohara Kristín, Jóhanna Jóhannesdóttir, Íris Björk Rúnarsdóttir og Elsa Hreinsdóttir.

4. flokkur B-lið - Brasilíska deildin:
1. Keflavík
2. Afturelding
3. ÍA
4. ÍA United
5. Afturelding City

Lið Keflavíkur var þannig skipað:
Eyrún Ósk Magnúsdóttir, Hildur Jónína Rúnarsdóttir, Matthildur Ósk Jóhannsdóttir, Jenný Þorsteinsdóttir, Helga Pálsdóttir, Guðrún Ólöf Olsen, Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir, Sigrún Eva Magnúsdóttir, Fanney Rut Georgsdóttir, Helena Sævarsdóttir, Ísabella Ósk Eyþórsdóttir og Hulda Magnúsdóttir.