Fréttir

Knattspyrna | 22. júlí 2004

Af Essomóti 5. flokks

Fyrr í þessum mánuði fór 5. flokkur á Essomótið á Akureyri.  Keflavík stóð sig með sóma á mótinu og A-liðið spilaði til úrslita á móti FH þar sem þeir töpuðu naumlega 0-1.  B-liðið endaði í 6. sæti og C- og D-liðin stóðu sig einnig með sóma.  Þessar myndir fengum við sendar frá einum leikmanni liðsins en af óviðráðanlegum ástæðum hefur dregist að birta þær fyrr en nú.  Meira má sjá um mótið á heimasíðu Essomótsins.

Gunnar M Jónsson þjálfari hét á strákana fyrir mótið að ef eitthvert lið kæmist í úrslitaleikinn mættu þeir raka hárið af helmingi höfuðs hans og hinn helminginn ef þeir sigruðu.  A-liðið fékk því að raka þjálfarann eftir undanúrslitaleikinn og þó að þeir sigruðu ekki í úrslitaleiknum fékk Gunnar leyfi hjá strákunum til að raka hinn helminginn af í mótslok.


A-lið Keflavíkur.


B-liðið.


Gunnar þjálfari rakaður.


Gunnar glæsilegur að sjá og íbygginn á svip.