Fréttir

Knattspyrna | 7. desember 2009

Af Futsal og æfingaleikjum

Keflavík sigraði Markaregn 13-3 á Íslandsmótinu í Futsal en leikið var í íþróttahúsinu í Keflavík.  Leikurinn var frekar ójafn og staðan í hálfleik var 8-1.  Mörk Keflavíkur gerðu Lúkas 4, Sigurður 3, Magnús Sverrir 3, og þeir Haraldur G., Zoran og Gísli eitt.  Keflavík hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa og eru að sjálfsögðu í efsta sætinu í sínum riðli með 9.stig og markatöluna 27-7.  Næsti leikur verður við Álftanes næsta sunnudag kl. 19:30 í Keflavík.

Auk Futsal-leikjanna er Keflavík komið á fulla ferð í æfingaleikjum.  Okkar menn sigruðu lið HK í Kórnum á laugardaginn, 2-1.  HK komst yfir í fyrri hálfleik en Keflavík tryggði sigurinn í seinni með mörkum frá Magnúsi Þór og Theodór Guðna.  Í síðustu viku unnu strákarnir lið Grindavíkur 2-0 í Reykjaneshöllinni.  Mörkin skoruðu þeir Magnús Þórir Matthíasson og Magnús Sverrir Þorsteinsson.  Magnús Þórir hefur verið heitur að undanförnu og hefur nú skorað í þremur æfingaleikjum.

Næsti æfingaleikur er gegn Selfoss laugardaginn 12. desember kl. 10:00 í Reykjaneshöllinni.

Myndir: Jón Örvar


Strákarnir sem tóku þátt í Futsal-leiknum gegn Markaregni.


Lúkas og Zoran.


Björgvin hvetur strákana.