Af Hertz-mótinu
Jólamót Keflavíkur og Hertz fór fram s.l. laugardag í Reykjaneshöllinni. Leikið var í 6. flokki karla og tókst mótið með miklum ágætum. Mikil og góð Jólastemmning ríkti og var mikill fjöldi fólks sem mætti og fylgdist með. Leikið var í fjórum deildum og voru sigurvegarar deildanna sem hér segir:
Argentínska deildin: Víkingur Reykjavík
Brasilíska deildin: Fjölnir
Chile deildin: Víkingur Reykjavík
Danska deildin: HK. Í þessari deild réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni, andstæðingar HK pilta voru Víkingar.
Mótið tókst í alla staði mjög vel og er stefnt að því að gera það að árlegum viðburði. Keppendur voru rétt um 300 og áttu allir góðan og ánægjulegan dag. Að lokinni keppni var pizzuveisla frá Langbest og verðlaunaafhending. Allir þátttakendur fengu verðlaunapening og auk þess fengu sigurliðin veglegan bikar.
Keppendur Keflavíkur á mótinu voru 42.
Sprækir Fjölnismenn að bíða næsta leiks.
Lið Víkings er lenti í 2. sæti í dönsku deildinni.
ÁFRAM HK!!
Hverjir eru bestir? KEFLAVÍK! Þessir piltar léku í argentínsku deildinni:
Þorbjörn, Emil, Sigurður Þór, Gylfi Þór, Aron Elvar, Elías Már, Hervar og Unnar Már.
Lið Reynis og Víðis sendu sameiginlegt lið á mótið.
Hér sjást piltarnir úr argentínsku deildinni.
Frá verðlaunaafhendingu í argentínsku deildinni.
Skagapiltar að skola niður pizzunni!!
Æi....hefði ég nú skorað úr dauðafærinu mínu......
Þá hefðum við kannski fengið bikarinn?!
Sigurlið Víkinga í argentínsku deildinni.
Lið Keflavíkur er spilaði í brasilísku deildinni. Frá vinstri:
Bergþór, Njáll, Magnús Ari, Axel, Björn Elvar, Sindri og Birnir
Sigurliðið í brasilísku deildinni, Fjölnir.
Það var mikil spenna og dramatík í úrslitaleik dönsku deildarinnar.
Hér skorar HK piltur í vítaspyrnukeppninni